Mikil kaffidrykkja veldur ekki hækkun blóðþrýstings

Ný rannsókn bendir til að þeir sem eru hraustir þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að mikil kaffidrykkja leiði til hækkunar blóðþrýstings. Í rannsókninni kom í ljós að hraustar konur sem drukku allt að sex bolla af kaffi á dag voru ekki líklegri en þeir sem ekkert kaffi drukku til að fá hækkaðan blóðþrýsting á tíu ára tímabili.

Þar sem koffínið sem er í kaffi og ýmsum öðrum matvælum getur leitt til blóðþrýstingshækkunar í skamman tíma hefur verið talið að kaffineysla geti til lengri tíma aukið hættuna á háþrýstingi. Rannsóknir á þessu hafa þó leitt til misvísandi niðurstaðna.

Frá nýju rannsókninni er greint í American Journal of Clinical Nutrition.

Aftur á móti kom í ljós að konur sem drukku kaffi öðru hvoru og í hófi - eða allt að þrjá bolla á dag eða ekkert - áttu frekar á hættu að fá háþrýsting en þær sem drukku mikið eða þær sem alls ekki neyttu kaffis.

Hvað karlmenn varðar kom í ljós að háþrýstingshættan jókst hvorki né minnkaði að ráði, hvort sem drukkið var mikið eða lítið af kaffi, en þó var hættan greinanlega minni hjá þeim sem ekkert drukku. Áhrifin voru þó tiltölulega lítil, segja höfundar rannsóknarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina