Bloggið gæti spillt fyrir

Það er ekki nóg að mæta í pússuðum skóm og í betra tauinu og hlýða athugul á fyrirspurnir í atvinnuviðtalinu, allur undirbúningurinn gæti orðið til einskis ef bloggið kemur upp um gamlar syndir og heimskupör.

Breska dagblaðið The Daily Telegraph gerði þetta að umtalsefni í gær en þar er vísað til könnunar fyrirtækisins Viadeo hjá yfir 600 atvinnuveitendum og 2.000 starfsmönnum sem afhjúpi hættur bloggsins. Kom þar fram að um fjórðungur atvinnuveitenda hefur hafnað a.m.k. einni umsókn vegna vafasamra upplýsinga úr einkalífi á blogginu. Um 59 prósent sögðu slíkar upplýsingar skipta máli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert