„Password" mest notaða leyniorðið

Bandaríska tímaritið PC Magazine hefur birt lista yfir mest notuðu leyniorðin í netheimum en samkvæmt upplýsingum blaðsins er algengast að einstaklingar velji orðið „password”, talnarununa „12345” eða stafarununa „qwerty” þegar þeir velja sér leyniorð. Umrædd leyniorð eru því talin þau ótryggustu í netheimum. Þetta kemur fram á dansks fréttavefnum Erhverv på Nettet.

Önnur vinsælustu leyniorðin þykja einnig sérlega ófrumleg en þau eru:
1. password
2. 123456
3. qwerty
4. abc123
5. letmein
6. monkey
7. myspace1
8. password1
9. blink182
10. fornafn notanda

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert