Ekki verið heitara í Danmörku frá því á víkingaöld

Hitamet hafa fallið í Danmörku eins og víðar í norðurhluta …
Hitamet hafa fallið í Danmörku eins og víðar í norðurhluta Evrópu. mbl.is/GSH

Danskir vísindamenn segja, að sennilega hafi undanfarið ár verið það heitasta í Danmörku frá því á víkingaöld. Meðalhitinn í apríl var 9,3 gráður, sem er met, og 0,9 gráðum hærra en gamla metið. Víðar í norðurhluta Evrópu hafa hitamet fallið að undanförnu, þar á meðal á Íslandi.

Jyllands-Posten heftur eftir Jens Hesselbjerg Christensen, hjá dönsku veðurstofunni, að veðrið í Danmörku undanfarna 12 mánuði sé líklega það heitasta sem verið hafi þar frá víkingaöld fyrir um 1000 árum.

Undanfarna 12 mánuði hefur meðalhitinn í Danmörku verið 10,8 stig en í meðalári er hitinn 7,7 stig. Búist er við að þetta met kunni að falla á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert