Gröf Heródesar fundin

Borgarmúrar Jerúsalem sem Heródes lét reisa.
Borgarmúrar Jerúsalem sem Heródes lét reisa. mbl.is/Ómar Óskarsson
Ísraelskur fornleifafræðingur hefur fundið gröf Heródesar konungs á hæð sunnan við Jerúsalem borgar sem Heródes lét meðal annars byggja upp. Hebreski háskólinn í Jerúsalem tilkynnti þetta fyrir skömmu. Gröfin eða grafhvelfingin er á stað sem nefnist Herodium, þar sem Heródes byggði sér hallarhverfi á hæðinni.

Háskólinn hafði hugsað sér að halda fundinum leyndum fram að fyrirhugaðri kynningu á morgun en blaðamenn komust á snoðir um málið og birtust fréttir af því að vefsíðu dagblaðsins Haaretz fyrr í dag.

Heródes komst til valda í hinu helga landi er Rómverjar gerðu það að skattríki sínu um 74 fyrir Krist. Hann lét byggja virkisvegg í kringum Jerúsalem, hluti af þeim vegg stendur enn. Heródes lét einnig til sín taka í uppbyggingu í Jeríkó og víðar.

Haaretz sagði að uppgötvunin á Herodium hefði verið gerð af fornleifafræðingnum Ehud Netzer sem er prófessor við háskólann og hefur unnið að uppgreftri á þessum stað frá 1972.

mbl.is
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Mercedes Benz
Mercedes Benz Sprinter Maxi 316 CDi. Framl. 07.2016. Ekinn 11 þús km. 4x4. Hátt ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...