Gröf Heródesar fundin

Borgarmúrar Jerúsalem sem Heródes lét reisa.
Borgarmúrar Jerúsalem sem Heródes lét reisa. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ísraelskur fornleifafræðingur hefur fundið gröf Heródesar konungs á hæð sunnan við Jerúsalem borgar sem Heródes lét meðal annars byggja upp. Hebreski háskólinn í Jerúsalem tilkynnti þetta fyrir skömmu. Gröfin eða grafhvelfingin er á stað sem nefnist Herodium, þar sem Heródes byggði sér hallarhverfi á hæðinni.

Háskólinn hafði hugsað sér að halda fundinum leyndum fram að fyrirhugaðri kynningu á morgun en blaðamenn komust á snoðir um málið og birtust fréttir af því að vefsíðu dagblaðsins Haaretz fyrr í dag.

Heródes komst til valda í hinu helga landi er Rómverjar gerðu það að skattríki sínu um 74 fyrir Krist. Hann lét byggja virkisvegg í kringum Jerúsalem, hluti af þeim vegg stendur enn. Heródes lét einnig til sín taka í uppbyggingu í Jeríkó og víðar.

Haaretz sagði að uppgötvunin á Herodium hefði verið gerð af fornleifafræðingnum Ehud Netzer sem er prófessor við háskólann og hefur unnið að uppgreftri á þessum stað frá 1972.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert