Grunaður um að dreifa farsímaveiru

Lögregla á Spáni hefur handtekið 28 ára gamlan karlmann grunaðan um að hafa búið til og dreift tölvuveiru, sem barst í á annað hundrað þúsund farsíma í landinu. Rannsókn málsins hefur staðið yfir í 7 mánuði að því er kemur fram í yfirlýsingu lögreglunnar.

Veirunni var beitt á síma, sem eru með Bluetooth samskiptabúnaði sem keyrir á Symbian stýrikerfi. Var veiran dulbúin sem erótískar myndir, íþróttaupplýsingar eða veiruvarnaforrit.

Talið er að tjónið, sem veiran olli, hlaupi á milljónum evra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert