Hæsta bygging í heimi

Íbúar Dubai, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, geta nú státað sig af hæstu byggingu í heimi en í gær var greint frá því að Burj Dubai (Dubai-turninn) sé orðin hæsta bygging í heimi, 512,1 metri að hæð. Áður var turninn 101 í Taipai á Taívan hæsta byggingin, 508 metrar að hæð.

Er það fyrirtækið Samsung sem er að byggja turninn í Dubai og er áætlað að byggingunni ljúki á næsta ári. Hefur bygging hans kostað um einn milljarð dala og verða yfir 160 hæðir í turninum sem verður fullbyggður yfir sjö hundruð metra hár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...