Upplýsingatækni ógn við einkalífið

Eftir Hlyn Orra Stefánsson - hlynur@bladid.net

Ný upplýsingatækni auðveldar einka- og opinberum aðilum að fylgjast með einstaklingum og skapar hættu á að persónulegar upplýsingar séu misnotaðar, segir stjórnmálafræðingurinn Haukur Arnþórsson.

„Stjórnvöld hafa alltaf haft tæki til að brjóta gegn friðhelgi einkalífsins. Það sem er nýtt í þessu er hversu auðvelt það er að verða fyrir einkaaðila að notfæra sér gagnasöfn og verkfæri upplýsingatækninnar til að vanvirða friðhelgi einstaklinga."

Haukur bendir til dæmis á að ný tækni auðveldi yfirmönnum að fylgjast með netnotkun undirmanna sinna og segir ljóst að innan fyrirtækja sé nú þegar töluvert eftirlit með þeim rafrænu samskiptum sem þar fara fram. „Það hefur meðal annars komið fram í dómsmálum á Íslandi að rafræn gögn sem kæmu sér illa fyrir fyrirtæki hafa ekki fundist."

Í nýlegri ritgerð Hauks, sem ber heitið „Hættur upplýsingasamfélagsins" bendir hann á að það sé raunhæfur möguleiki að samkeyra þessa gagnagrunna við kennitölur. Með þeirri gjörð geti menn nálgast mikið magn persónuupplýsinga. Þar segir enn fremur að það þurfi ekki „annað en að viðskiptarisi kaupi fyrirtæki sem starfa á sviðum þar sem gögn eins styðja starfsemi annars og þá getur hann keyrt gögn fyrirtækja og stofnana saman. Væntanlega banna engin lög þá vinnslu."

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina