Farsíminn slæmur fyrir heyrn

Farsíminn er blessun og bölvun í senn
Farsíminn er blessun og bölvun í senn mbl.is/Júlíus
Farsímar geta valdið skaða á heyrn og tinnitus, stöðugu eyrnasuði. Þetta kemur fram í rannsókn sem kynnt var á ráðstefnu í Washington í dag, og sænska dagblaðið Expressen segir frá. Þá á fólk sem notað hefur farsíma í meira en fjögur ár erfiðara en aðrir með að heyra hátíðnihljóð.

Það er indverski prófessorinn Naresh K. Panda sem gert hefur rannsóknina, en hann fylgdist með farsímanotkun um hundrað manns, sem notað höfðu farsíma um mislangt skeið. Fólkið var borið saman við álíka marga sem aldrei höfðu notað farsíma.

Meðal þess sem kom fram í rannsókninni var að heyrnarvandræði virtust í réttu hlutfalli við notkun farsímanna. Verst heyrðu þeir sem notuðu símann í meira en klukkutíma á dag.

Hættan á tinnitus hlýtur að teljast með alvarlegustu vanköntum þess að nota farsíma lengi, því sjúkdómurinn lýsir sér með því að fólk heyrir stöðugan tón, sem aldrei fer. Einkennið kemur einkum fram hjá þeim sem búið hafa lengi við mikinn hávaða, t.d. í starfi sínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...
Tunika - Peysa
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Tunika - Peysa St.14-28 kr. 4.990 St. S...
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR HVÍTLAKKAÐUR STOFUSKÁPUR MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41 H=9...