Leiðinlegasti sjónvarpsþáttur í heimi?

mbl.is/Arnaldur Halldórsson
Sjónvarpstækjaframleiðendur og sjónvarpsstöðvar hafa tekið höndum saman og búið til „sjónvarpsþátt“ sem kann að vera sá leiðinlegasti í heimi. Tilgangurinn er að mæla orkunotkun nýjustu kynslóða sjónvarpa, að því er Orkustaðlastofnunin í Sviss greindi frá í dag.

Ætlunin er að finna staðlaða aðferð við að mæla hversu mikla orku plasma- og LDC-sjónvarpstæki nota. Ef hún reynist meiri en orkan sem fyrri kynslóðir sjónvarpstækja þurfa kann það að auka eftirspurn eftir orku og því hugsanlega hafa áhrif á loftslagsbreytingar.

Skeytt hefur verið saman brotum úr allskyns sjónvarpsefni, allt frá sápuóperum og íþróttaþáttum yfir í náttúrulífsmyndir, í samræmi við hlutfall þessa efnis í sjónvarpsútsendingum í heiminum. Orkan sem sjónvarpstæki nota er mismunandi mikil eftir efni útsendingarinnar sem tækin taka við.

Úr varð tíu mínútna samhengislaus „þáttur“ sem fjallar ekki um neitt, og segir talsmaður svissnesku stofnunarinnar að þetta sé ekki ósvipað og stillimynd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herb
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herbergja íbúð í 101. Mikil lofthæð, tvennar ...
Gisting Akureyri Geldingsá
3ja herbergja neðri hæð , 7 km. frá Akureyri.. Umbúin 5 rúm m/handkl. Verð o...
3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...