Úthöfin drekka í sig minna af koltvísýringi

Reuters

Það magn koltvísýrings sem úthöfin drekka í sig hefur minnkað, að því er vísindamenn greina frá. Telja þeir að þetta geti verið áhyggjuefni, og aukið hlýnunina í andrúmslofti jarðarinnar ef úthöfin taka við minna magni gróðurhúsalofttegunda. Ástæða sé til að ætla að með tímanum mettist úthöfin af gróðurhúsaefnum sem losnað hafi af mannavöldum.

Frá þessu greinir fréttavefur BBC, en niðurstöður vísindamannanna birtast í vísindaritinu Journal of Geophysical Research.

Rannsóknin var gerð í Norður-Atlantshafi og stóð í tíu ár. Niðurstöðurnar sýna að sjórinn tók í sig helmingi minna af koltvísýringi á árunum 2000-2005 en hann gerði tíu árum áður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert