Watson sest í helgan stein

Dr. James Watson.
Dr. James Watson.

James Watson, sem hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir þátt sinn í uppgötvuninni á DNA-gorminum, hefur látið af störfum sem rektor Cold Spring Harbor-rannsóknastofnunarinnar í New York. Í síðustu viku olli Watson miklu fjaðrafoki þegar haft var eftir honum að hann teldi Afríkubúa ekki jafna að vitsmunum og hvíta menn.

Watson er 79 ára. Tilkynnt var um starfslok hans í dag, og er hann þegar hættur. Í tilkynningunni sagði Watson að sökum aldurs síns væri löngu tímabært að hann settist í helgan stein, en kringumstæðurnar væru fjarri því sem hann hefði óskað eða vænst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert