Skapandi vísindi hjá grunnskólabörnum

Um 200 börn á aldrinum 10 - 16 ára nýttu skapandi vísindi til að bæta lífskjör í árlegri keppni FIRST LEGO sem fram fór í Öskju í dag. Markmið með keppninni er að vekja áhuga grunnskólanema á vísindum og tækni ásamt því að byggja upp sjálfstraust þeirra, leiðtogahæfni og lífsleikni. Á hverju ári er keppninni valið ákveðið þema og í ár var það orka, samkvæmt frétt RÚV.

Sigurvegarar keppninnar í dag voru Ísjakarnir úr Hafnarskóla. Þær Kristín Björk Lilliendal og Valgerður Sigurðardóttir nemendur í 10. bekk Salaskóla unnu keppnina sl. ár og voru tilnefndar til sigurs í ár, með hugmyndir sínar um að framleiða orku með fótaburði manna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka