Microsoft hættir að nota afritunarvörn í Vista

Hér gefur að líta mynd af skjáborði Windows Vista stýrikerfisins.
Hér gefur að líta mynd af skjáborði Windows Vista stýrikerfisins. AP

Hugbúnaðarframleiðandinn Microsoft ætlar að hætta að nota afritunarvörn sem gerir ýmsa þætti í Windows Vista stýrikerfinu óvirka ef stýrikerfið er talið ólöglegt afrit. Gallar í vörninni hafa orðið til þess að margir sem keypt hefur stýrikerfið á löglegan hátt hafa ekki getað notað það.

Talsmenn Microsoft segja raunar að notkun svokallaðra sjóræningjaútgáfa af kerfinu hafi minnkað síðan Vista kom út.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að í stað þess að óvirkja ýmsa kosti kerfisins standi til að gefa notendum sem eru með ógilt stýrikerfi ,,skýr og endurtekin skilaboð um það hver staða stýrikerfisins sé", og leiðbeiningar um það hvernig þeir geti nálgast löglega útgáfu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert