Umhverfisvæn farartæki á Bali

Áætlað er, að rekja megi losun á 47 þúsund tonnum af kolvetni út í andrúmsloftið, til umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem nú er haldin á Bali í Indónesíu. Eru þá teknar með í reikninginn flugferðir með þátttakendur frá 190 ríkum.

Ráðstefnugestir reyna að leggja sitt að mörkum til að sporna við losun gróðurhúsalofttegunda með því að nota hjól til að komast á milli staða á Bali frekar en einkabíla og einnig eru notaðar rútur til fólksflutninga.

Ráðstefnan stendur til 14. desember. Þar á að leggja línurnar við undirbúning nýs samkomulags um gróðurhúsaloftregundir, sem á að taka við af Kyoto-bókuninni árið 2012.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skápur úr furu
Gæti hentað í sumarhúsið. S. 8691204...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...