Trúariðkun og hjálplegur eiginmaður draga úr streitu

Reuters

Nýjar rannsóknir benda til að hjálplegur eiginmaður geti dregið úr streitueinkennum hjá útivinnandi mæðrum. Trúariðkun er einnig til bóta. Konum sem hættu trúariðkun reyndist mun hættara við kvíða og misnotkun áfengis.

Samkvæmt annarri rannsókn, sem greint var frá í vikunni, er mæðrum sem vinna úti síður hætt við streitu ef þær eru hamingjusamlega giftar. Frá þessu greinir vísindavefurinn Live Science.

Síðarnefnda rannsóknin var gerð við University of California í Los Angeles. Athugað var magn kortisóls hjá útivinnandi mæðrum. Langvarandi miklu magni af kortisóli tengjast kvillar á borð við þunglyndi, kulnun, síþreytu og jafnvel krabbamein.

Í ljós kom að eftir erfiðan vinnudag dró meira úr magni kortisóls hjá konum sem voru hamingjusamlega giftar en hjá þeim sem ekki voru hamingjusamar í hjónabandinu. Þetta reyndist ekki eiga við um karlmenn.

Þetta er mun vera fyrsta rannsóknin sem sýnir fram á að daglegt mynstur kortisólmagns tengist hamingju í hjónabandi hjá konum en ekki körlum.

Í hinni rannsókninni kom í ljós, að konum sem hættu trúariðkun var rúmlega þrefalt hættara við kvíðaröskun og áfengismisnotkun en konum sem höfðu haldið áfram trúariðkun. Líkt og í fyrrnefndu rannsókninni reyndust niðurstöðurnar ekki eiga við um karla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert