Íslensk bloggsíða tilnefnd til verðlauna

Bloggsíðan The Iceland Weather Report, sem skrifuð er af Öldu Sigmundsdóttur á ensku, hefur verið tilnefnd til bloggverðlaunanna, The Bloggies, í flokknum Best European Weblog. Þar með er hún meðal þeirra fimm bestu í Evrópu að mati dómnefndar og er komin á blað með mörgum af fjölsóttustu bloggsíðum heims, samkvæmt tilkynningu.

The Bloggies verðlaunin voru stofnuð árið 2001 til þess að verðlauna bloggsíður eða bloggtengt efni sem þótt hefur skara framúr í tilgreindum flokkum s.s. Best American/Asian/European Weblog, Best Weblog About Politics, Best Writing of a Weblog, Best-Designed Weblog, Best Web Application for Weblogs, o.fl. Nú er það í höndum almennings að kjósa sigurvergara úr hópi þeirra fimm bloggsíðna sem tilnefndar eru í hverjum flokki, en sú síða sem fær flest atkvæði sigrar.  Kosningu lýkur fimmtudaginn 31. janúar, samkvæmt tilkynningu.

Hægt er að kjósa hér

Vefur Öldu Sigmundsdóttur

mbl.is

Bloggað um fréttina