Íslensk bloggsíða tilnefnd til verðlauna

Bloggsíðan The Iceland Weather Report, sem skrifuð er af Öldu Sigmundsdóttur á ensku, hefur verið tilnefnd til bloggverðlaunanna, The Bloggies, í flokknum Best European Weblog. Þar með er hún meðal þeirra fimm bestu í Evrópu að mati dómnefndar og er komin á blað með mörgum af fjölsóttustu bloggsíðum heims, samkvæmt tilkynningu.

The Bloggies verðlaunin voru stofnuð árið 2001 til þess að verðlauna bloggsíður eða bloggtengt efni sem þótt hefur skara framúr í tilgreindum flokkum s.s. Best American/Asian/European Weblog, Best Weblog About Politics, Best Writing of a Weblog, Best-Designed Weblog, Best Web Application for Weblogs, o.fl. Nú er það í höndum almennings að kjósa sigurvergara úr hópi þeirra fimm bloggsíðna sem tilnefndar eru í hverjum flokki, en sú síða sem fær flest atkvæði sigrar.  Kosningu lýkur fimmtudaginn 31. janúar, samkvæmt tilkynningu.

Hægt er að kjósa hér

Vefur Öldu Sigmundsdóttur

mbl.is

Bloggað um fréttina

JEMA Bílalyftur í bílskúrinn
Frábærar skæralyftur sem henta í bílskúrinn,lyfta 1,2 m og 2,8T, glussadrifnar...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...