Flýgur á lífrænu eldsneyti

Flugvélin eftir flugtak frá Heathrow.
Flugvélin eftir flugtak frá Heathrow. Reuters

Boeing 747 farþegaflugvél frá breska flugfélaginu Virgin lenti fyrir stundu á Schiphol flugvelli í Amsterdam eftir flug frá Heathrow flugvelli í Lundúnum. Það sem gerir þessa flugferð óvenjulega er að einn af fjórum hreyflum vélarinnar var  knúinn með lífrænu eldsneyti en ekki flugvélabensíni.

Markmiðið með flugferðinni, sem farin var án farþega, er að sýna fram á að lífrænt eldsneyti mynda minna kolefni við brennslu en hefðbundið eldsneyti.

Richard Branson, forstjóri Virgin, sagði áður en flugvélin lagði af stað, að þessi tilraun muni leiða til þess, að Virgin Atlantic muni nota hreinna eldsneyti á vélar sínar fyrr en búist var við og afla mikilvægrar vitneskju, sem hægt verði að nota til að draga til muna úr kolefnislosun. 

Eldsneytið sem notað er á hreyfilinn er unnið úr  babassuhnetum, sem vaxa í Brasilíu, og kókóshnetum.

Richard Branson gengur um borð í flugvélina í dag.
Richard Branson gengur um borð í flugvélina í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert