3G sendar settir upp á Suðurlandi

Síminn hefur lokið við uppsetningu á 3G sendum í stærstu þéttbýliskjörnum Suðurlands. Þeir staðir sem nú ná 3G þjónustu Símans á þessu landsvæði eru Vestmannaeyjar, Hveragerði, Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri, Hvolsvöllur og Þorlákshöfn. Auk þess næst 3G samband víðsvegar á sumarbústaðasvæðinu í Grímsnesi, Landssveit og Biskupstungum. Þetta þýðir meðal annars að viðskiptavinir með Netlykil Símans ná nú háhraðanetsambandi á þessum stöðum, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert