Heimsins hraðasta tölva kynnt

Þróun Roadrunner tók sex ár hjá IBM og Los Alamos …
Þróun Roadrunner tók sex ár hjá IBM og Los Alamos rannsóknarstofunni í New Mexiko ríki. AP

Vísindamenn á vopnarannsóknarstofu Bandaríkjastjórnar hafa byggt heimsins hröðustu tölvu, sem getur unnið úr billjarði skipana á sekúndu.  

Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna og tölvufyrirtækið IBM kynntu tölvuna í dag, sem m.a verður notuð til þess að halda við varabirgðum kjarnorkuvopna Bandaríkjanna.  Orkumálaráðherra, Samuel Bodman, segir nýju tölvuna, sem nefnd hefur verið Roadrunner, einnig verða notaða til þess að aðstoða við að leysa orkuvanda heimsins, og til þess að opna nýja möguleika í rannsóknarvinnu.

Unnið var þróun nýju tölvunnar í sex ár hjá IBM og í Los Alamos rannsóknarstofunni í Nýju-Mexíkó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert