Þráðlausu netsambandi komið á í Túrkmenistan

Netglaðir Túrkmenistar geta nú andað léttar því rússneskt fyrirtæki er byrjað að bjóða upp á þráðlaust netsamband í Túrkmenistan en allt þar til á síðasta ári var almenningi bannaður aðgangur að netinu.

Forseti Túrkmenistan, Gurbanguli Berdymukhamedov, veitti á síðasta ári heimild til þess að netkaffihús yrði opnað í landinu. Áður höfðu einungis opinberir starfsmenn, ríkiserindrekar og yfirmenn í alþjóðlegum fyrirtækjum aðgang að netinu.

Rússneska fjarskiptafyrirtækið Mobile TeleSystems greindi frá því í dag að það myndi bjóða íbúum Túrkmenistan upp á þráðlaust net en það yrði ekki ókeypis því það mun kosta 3,50 Bandaríkjadali, 269 krónur, megabætið. Mánaðarlaun í Túrkmenistan eru 200 Bandaríkjadalir, 15.360 krónur, að meðaltali.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Múrverk
Múrverk...
Gullsmári Kópavogi
Til leigu er mjög góð 2 herb.reyklaus þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri á 7. hæ...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...