Eiturefni berast úr hvölum í Færeyinga

Færeyingar á Ólafsvöku.
Færeyingar á Ólafsvöku. Reuters

Rannsókn, sem gerð hefur verið á vegum Harvardháskóla og dansks háskóla sýnir, að Færeyingar, sem borða kjöt af grindhval, eru með mikið magn af eiturefninu PFC í blóði. Segja vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, greinilegt að þessi eiturefni hafi borist um allan heim.

„Þessi mengun er greinilegt heilsufarsvandamál í Færeyjum og víðar í heiminum," hefur Reutersfréttastofan eftir Philippe Grandjean, sérfræðingi hjá lýðheilsustofnun Harvardháskóla.

Grandjean sagði að lítið væri vitað um uppsöfnun eiturefna í mönnum en um er að ræða svonefnd  polyfluoroalkyl efnasambönd, sem notuð eru í ýmsar iðnaðarvörur á borð við slökkvifroðu og nokkrar tegundir af pappír og vefnaði til að hrinda frá vatni og fitu.

Rannsóknin, sem vísindamenn í Færeyjum, Danmörku og Bandaríkjunum, gerðu, sýndi að meira magn var af PFC í blóði þeirra Færeyinga, sem borða reglulega grindarkjöt en fólks, sem búa í löndum þar sem þessi efni eru framleidd og notið.

Grindhvalur er efst í fæðukeðjunni í hafinu. PFC safnast saman í vöðvum og lifur hvalanna vegna þess að þeir éta fisk, sem hafa fengið í sig eiturefni sem hafa skolast í sjóinn.

Rannsóknin sýnir, að börn og mæður í Færeyjum, sem ekki borða mikið af hvalkjöti, hafa mun minna magn af eiturefninu í sér en þeir sem borða grindhvalakjöt reglulega. 

Til skamms tíma hefur verið talið, að aukna uppsöfnun PFC í blóði manna mætti rekja til þess að menn snerta daglega vefnað eða húsgögn, sem innihalda þetta efni. En Grandjean segir nú ljóst, að þetta efni sé víða í umhverfinu og safnist þar saman. 

Grein um rannsóknina hefur verið birt á vefnum en hún mun birtast í tímaritinu 

mbl.is

Bloggað um fréttina