Facebook.com aldrei vinsælli

Notendur Facebook geta spilað Scrabble á síðunni.
Notendur Facebook geta spilað Scrabble á síðunni. AP

Samfélagsvefurinn Facebook

hefur nú opinberlega farið fram úr helsta keppinaut sínum,

MySpace í keppninni um hvor síðan fær fleiri heimsóknir. Fyrirtækið comScore hefur birt tölur þess efnis að síðastliðið ár hafi

Facebook fengið 132 milljónir heimsókna á meðan MySpace fékk 117 milljónir heimsókna.

Yfir árið hefur heildaraðsókn að vefnum vinsæla aukist um 153 prósent en hvergi er aukningin meiri en í Suður-Ameríku en þar jókst aðsóknin um heil 1.055 prósent. Aðsókn Evrópubúa jókst líka mikið milli ára en umferð um Facebook er nú 303 prósentum meiri en hún var fyrir ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina