Ford gerir foreldrum unglinga kleift að takmarka hraða og hávaða

Ford gefur bíleigendum kost á að takmarka hraða og hávaða ...
Ford gefur bíleigendum kost á að takmarka hraða og hávaða ökumanna. Reuters
Ford bílaframleiðandinn mun frá og með næsta ári gera bíleigendum kleift að takmarka hraðann sem bíl þeirra er ekið á með því að nota forritanlega örflögu í bíllyklunum. Er þessi nýjung hugsuð fyrir foreldra sem eiga börn á unglingsaldri.

Einnig verður hægt að takmarka hljóðstyrk hljómflutningstækja bílanna og láta viðvörun hljóma án afláts ef bílstjórinn setur ekki á sig öryggisbeltið.

Í Bandaríkjunum láta fimm þúsund unglingar lífið í bílslysum á ári hverju. Bandarískir unglingar, 16 ára og eldri lenda í tíu sinnum fleiri umferðaróhöppum en fólk á bilinu þrítugu til sextugs miðað við fjölda ekinna kílómetra (mílna) samkvæmt bandarísku umferðaröryggisstofnuninni.

Hraðatakmörkunin verður þó mjög rífleg því með „unglingalyklunum" verður ekki hægt að aka hraðar en 130 km á klukkustund og þó að hámarkshraði á hraðbrautum í flestum ríkjum Bandaríkjanna sé lægri en það þá vildi bílaframleiðandinn hafa takmörkunina ríflega með ákveðin skekkjumörg í huga fyrir sérstakar aðstæður.

Talsmaður verksmiðjunnar sagði að 70 mílna hámarkshraði (112 km) hefði þótt of takmarkandi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...