Ford gerir foreldrum unglinga kleift að takmarka hraða og hávaða

Ford gefur bíleigendum kost á að takmarka hraða og hávaða …
Ford gefur bíleigendum kost á að takmarka hraða og hávaða ökumanna. Reuters

Ford bílaframleiðandinn mun frá og með næsta ári gera bíleigendum kleift að takmarka hraðann sem bíl þeirra er ekið á með því að nota forritanlega örflögu í bíllyklunum. Er þessi nýjung hugsuð fyrir foreldra sem eiga börn á unglingsaldri.

Einnig verður hægt að takmarka hljóðstyrk hljómflutningstækja bílanna og láta viðvörun hljóma án afláts ef bílstjórinn setur ekki á sig öryggisbeltið.

Í Bandaríkjunum láta fimm þúsund unglingar lífið í bílslysum á ári hverju. Bandarískir unglingar, 16 ára og eldri lenda í tíu sinnum fleiri umferðaróhöppum en fólk á bilinu þrítugu til sextugs miðað við fjölda ekinna kílómetra (mílna) samkvæmt bandarísku umferðaröryggisstofnuninni.

Hraðatakmörkunin verður þó mjög rífleg því með „unglingalyklunum" verður ekki hægt að aka hraðar en 130 km á klukkustund og þó að hámarkshraði á hraðbrautum í flestum ríkjum Bandaríkjanna sé lægri en það þá vildi bílaframleiðandinn hafa takmörkunina ríflega með ákveðin skekkjumörg í huga fyrir sérstakar aðstæður.

Talsmaður verksmiðjunnar sagði að 70 mílna hámarkshraði (112 km) hefði þótt of takmarkandi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert