Jöklarnir rýrna ört

Jöklarnir hopa.
Jöklarnir hopa. mbl.is/Rax

Jöklar Íslands rýrna örar nú en vitað er til um að gerst hafi áður. Lætur nærri að flatarmál jöklanna minnki nú um 0,3% á ári hverju og rúmmálið um allt að 0,5%. Með slíku áframhaldi endast þeir vart meira en tvær aldir.

Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á vatnamælingum Orkustofnunar flutti í dag erindi um áhrif loftslagsbreytinga á jökla Íslands. Oddur sagði að geysilegar breytingar hefðu orðið á íslenskum jöklum á sögulegum tíma og sennilega væru þær hvað örastar á okkar dögum.

Talið er að jöklarnir hafi verið mun umfangsminni á landnámsöld heldur en nú. Að öllum líkindum hefur veðurfar kólnað nokkuð samfellt fyrstu 1000 ár Íslandsbyggðar og voru jöklar stærstir í kringum 1890 og höfðu þá ekki orðið stærri síðan ísöld lauk fyrir um 10.000 árum.

Á 20. öld hlýnaði töluvert í heiminum og fór Ísland ekki varhluta af því.

Jöklar landsins minnkuðu þá um það bil jafnmikið og þeir höfðu stækkað næstu 3 aldir þar á undan þrátt fyrir kuldatímabil eftir 1965 en þá stækkuðu þeir bæði að rúmmáli og flatarmáli.

Síðustu 12 árin tók steininn úr. Sennilega er það hlýjasta 12 ára tímabil í Íslandssögunni, enda rýrna jöklar örar nú en vitað er til um að gerst hafi áður. Lætur nærri að flatarmál jöklanna minnki nú um 0,3% á ári hverju og rúmmálið um allt að 0,5%. Með slíku áframhaldi endast þeir vart meira en tvær aldir. Ísland gæti orðið jöklalust eftir 200 ár.

Nánar um erindi Odds Sigurðssonar

Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á vatnamælingum Orkustofnunar.
Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á vatnamælingum Orkustofnunar. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina