Tunglið virðist óvenjustórt

Óvenjustórt tungl yfir Öskjuhlíð
Óvenjustórt tungl yfir Öskjuhlíð Morgunblaðið/RAX

Næturhimininn hefur skartað sínu fegursta yfir Íslandi þessa helgina enda og hafa margir eflaust veitt því athygli hve fagurlega fullt tungl skein á heiðum himni. Vísindamenn við Konunglegu stjörnuathugunarstoðina í Bretlandi hafa skýrt frá því að tunglið líti nú út fyrir að vera nær jörðinni en það hefur verið síðustu 15 ár.

Þetta skýrist af því að braut tunglsins um jörðina er sporöskjulaga, svo fjarlægðin frá jörðu er ekki alltaf jafnmikil. Nú um helgina var fjarlægðin um 350.000 km þegar tunglið fór hjá norðurhveli jarðar, en það er um 30.000 km nær en það er allajafna. Tunglið virðist því vera stærra og bjartar en það annars er.

Á aðfaranótt föstudags virtist tunglið vera um 14% stærra og um 30% bjartara en aðra daga á þessu ári, samkvæmt bandarísku geimferðastofnuninni, NASA. „Það er aðeins á nokkurra ára fresti sem tunglið er fullt á sama tíma og það er næst jörðu á sportbrautinni,“ segir stjörnufræðingurinn Marek Kukula við BBC vefinn.  Tunglið virkar því stærst þegar það rís og sest, en það er aðeins sjónhverfing.

„Þegar tunglið er nærri sjóndeildarhringnum túlkar heilinn það þannig að það sé mun stærra en það er í raun, þetta kallast tunglblekking.“

mbl.is

Bloggað um fréttina