Óhreinindin eru holl

Reuters

Á misjöfnu þrífast börnin best segir máltækið og það eru víst orð að sönnu. Vísindamenn hafa nefnilega komist að því, að fátt sé hollara ungum börnum en að vera skítug endrum og eins og stinga stundum upp í sig mold og sandi. Með því örva þau og efla ónæmiskerfið en ofurþrifnaður og dauðhreinsað umhverfi eru aftur á móti bein ávísun á sóttnæmi og sjúkdómskröm.

Flestir foreldrar láta sér annt um, að börnin séu hrein og skikkanlega til fara og þau eru bæði kembd og þvegin ef út af ber. Dr. Joel Weinstock, sem starfar við Tufts-læknamiðstöðina í Boston, líkir aftur á móti ónæmiskerfinu við forritslausa tölvu, sem bíði bara eftir fyrirskipunum.

„Börn, sem alin eru upp í ofurhreinu umhverfi, komast ekki í næga snertingu við örverur, sem eru þó forsendan fyrir því, að ónæmiskerfið virki vel,“ segir Weinstock og Mary Ruebush, sérfræðingur í örveru- og ónæmisfræðum, hefur skrifað bókina „Hvers vegna eru óhreinindi góð?“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert