Facebook fimm ára

Mark Zuckerberg, stofnandi og framkvæmdastjóri Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi og framkvæmdastjóri Facebook. Reuters

Samskiptasíðan Facebook, sem ýmsir þekkja einnig undir nöfnunum andlitsskinnan, fésbókin eða smettiskruddan, fagnar nú fimm ára afmæli. Af því tilefni munu allir notendur síðunnar, sem eru um 150 milljónir talsins, fá sýndarveruleikagjöf.

Í gjafavöruverslun síðunnar er m.a. hægt að kaupa allt frá böngsum til kampavíns.

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hvetur notendur síðunnar til að nota gjafirnar til þakka þeim sem þeir eru tengdir á síðunni vinsælu. Facebook trónir nú á toppnum sem vinsælasta samskiptasíðan í heiminum. 

Zuckerberg segir á bloggvef sínum að mikil vinna hafi farið í gerð vefsins undanfarin fimm ár. Það hafi ekki verið auðvelt og að vinnunni sé ólokið.

„Á sama tíma og við fögnum fimm ára afmæli Facebook þá höldum við áfram að þróa Facebook, og vinnum að því að gera það eins auðvelt og mögulegt er að eiga í samskiptum við og skilja þá einstaklinga sem skipta þig mestu máli,“ skrifar Zuckerberg.

Á bloggvefnum eru einnig birtar myndir af því hvernig útlit vefjarins hefur breyst frá árinu 2004.

Facebook er vinsælasta samskiptasíðan á netinu.
Facebook er vinsælasta samskiptasíðan á netinu.
mbl.is

Bloggað um fréttina