Boða tilkomu eilífðarperu

mbl.is/Kristinn

Vísindamenn við Cambridge-háskóla hafa þróað nýja aðferð við framleiðslu ljósdíóða sem eiga að geta enst í 60 ár. Boða þeir byltingu sem muni ekki aðeins útrýma glóðarperunni, heldur einnig sparperunni.

Ljósdíóður endast miklu lengur en aðrir ljósgjafar, allt að 50.000 klst., og nota miklu minna rafmagn en þær hafa verið nokkuð dýrar. Nýja uppgötvunin gerir hins vegar hvorttveggja, að lengja enn endinguna og gera framleiðsluna ódýrari. Það er því útlit fyrir að margir þurfi ekki að skipta um peru nema einu sinni á ævinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert