Atlantisfundurinn umsvifalaust hrakinn

Skjámynd Google Earth.
Skjámynd Google Earth.

Fréttin um að fyrirbæri sem fannst út af Afríkuströndum fyrir tilstilli Google Ocean tóli leitarvefjarins fræga gæti verið ummerki eftir hið horfna borgríki, Atlantis, fékk ekki að standa lengi.

Talsmaður Google tjáði AP-fréttastofunni í dag að mynstrin sem kæmu fram væru mynduð af bátum sem notuðu sónartæki til að mynda hafsbotninn.

„Vissulega hafa margar merkilega uppgötvanir verið gerðar með Google Earth svo sem ósnortinn skógur í Mósambik sem eru heimkyni áður óþekktrar dýrategundar og forn rómversk villa,“ sagði talsmaðurinn. „En í þessu tilfelli hins vegar eru notendur að sjá dæmi um gagnaöflun í gangi.“

Hann segir gagna um myndanir á hafsbotni er iðulega aflað af bátum sem nota sónar til að gera mælingar á hafsbotninum og línurnar sýni stefnu bátanna meðan þeir eru að safna gögnum.

mbl.is
Loka