Fann Google Ocean Atlantis?

Fyrirbærið út af ströndum Norðvestur-Afríku sem uppgötbaðist með Google Ocean.
Fyrirbærið út af ströndum Norðvestur-Afríku sem uppgötbaðist með Google Ocean. Google Earth

Í ljós hefur komið fyrir tilstilli Google Ocean fyrirbæri sem einna helst líkist neti af strætum á einum þeirra staða þar sem talið hefur verið líklegt að hin goðsögulega borg Atlantis hafi staðið til forna.

Fyrirbæri þetta er tæpa þúsund kílómetra undan ströndum norðvestur Afríku, ekki langt norður af Kanaríeyjum, á botni Atlantshafsins. Svæðið er nokkurn veginn rétthyrningur, nær yfir tæplega 21 þúsund ferkílómetra og uppgötvaðist af flugvélaverkfræðingi með nýjasta tóli leitarvefjarins Google, Google Ocean sem er viðbót við Google Earth. Finnandinn hefur sagt að svæðið sé nánast eins og „loftmynd“ af borg.

Neðarsjávarmyndina má sjá á hnitinu 31 15'15.53N 24 15'30.53W á Google Earth.

Sérfæðingar um Atlantis sögðu í gær að fyrirbærið væri einmitt á slóðum sem nefndar hafa verið sem hugsanleg heimkynni þessarar þjóðsagnakenndu eyjar sem lýst var af gríska heimspekingnum Plató til forna.

Samkvæmt frásögn hans sökk borgríkið í sjóinn eftir að íbúar þess höfðu gert misheppnaðar tilraun til að hertaka Aþenu um 9600 árum fyrir krist. Vísindamenn segja fyrirbærið stórmerkilegt og kalli á frekari rannsókn, að því er segir frá í

Bernie Bamford sem fann „borgina“, hefur borið hana saman við loftmynd af Milton Keynes, Buckinghamshire-borgarhlutann á Stór-Lundúnasvæðinu, sem er með svipaða netriðna strætismyndun og hann segir ekki fara milli hluta að línurnar sem mynda netið, þ.e. strætin, séu manngerðar.

Goðsagan um Atlantis hefur kitlað hugmyndaflug mannsins um aldir. Síðustu ár hafa menn þóst finna „sannanir“ fyrir tilvist hins horfna konungsdæmis við strendur Kýpur og sunnanverðs Spánar.

Plató lýstu eyjunni sem „stærri en Líbýu og Asíu samanlagt“ frammi fyrir Súlum Herkúlesar, þ.e. Atlantshafsmegin við Gíbraltarsund. Hann kvað Atlantis hafa verið land ótrúlegra auðæfa, þróaðrar menningar og undurfagurs landslags sem varð jarðskjálftum og flóðum að bráð í hamförum um 9000 árum áður.

Um Google Ocean

mbl.is
Loka