Græddu tönn í auga

Skurðlæknum í Miami hefur tekist að gefa sextugri konu frá Mississippi aftur sjón með því að græða augntönn úr henni í miðju annars augnbotnsins. Tönnin var síðan notuð sem grunnur fyrir linsu úr plasti og kona, sem missti sjónina fyrir 10 árum, gat lesið tveim vikum síðar. 

Konan, Sharron ,,Kay" Thornton, fékk sjaldgæfan sjúkdóm sem olli tjóni á hornhimnunni og varð hún alveg blind. ,,Ég hlakka til að sjá yngstu barnabörnin mín í fyrsta sinn," sagði Thornton og taldi aðgerðina vera kraftaverk.

  Umrædd aðferð var fyrst notuð á Ítalíu en þetta er í fyrsta sinn sem hún er notuð í Bandaríkjunum. Fyrst eru linsan og tönnin grædd saman í húð sjúklingsins á öxl eða í kinn til að þau geti tengst og lagast hvort að öðru í tvo mánuði. Síðan eru þau grædd í augnbotninn af mikilli varfærni eftir margvíslegan annan undirbúning.

Sneiðmynd af auga.
Sneiðmynd af auga.
mbl.is

Bloggað um fréttina

L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...