Síminn selur iPhone

Síminn byrjar nú klukkan 17 að selja iPhone síma í verslun sinni í Kringlunni. Eru símarnir ólæstir og tilbúnir til notkunar. 

Að sögn Símans er um að ræða takmarkað magn í fyrstu sendingunni og verða símarnir  eingöngu seldir í Kringlunni en ný sending sé væntanleg á næstu dögum.

Sími með 8GB minni er seldur á 124.900 krónur og sími með 16GB á 156.900 krónur.

mbl.is