Rækta náttúruvænar kindur sem ropa minna

Ekki fylgir sögunni hvort íslenska sauðkindin ropi eins mikið og ...
Ekki fylgir sögunni hvort íslenska sauðkindin ropi eins mikið og hin ástralska. mbl.is/Árni Torfason
Ástralskir vísindamenn hafa lýst því yfir að þeir vonist til að kynbæta sauðkindur þannig að þær ropi minna, og hafi þannig síður skaðleg áhrif á hlýnun jarðar. Vísindamennirnir hafa undanfarið reynt að einangra genið sem veldur því að sumar kindur ropa minna en aðrar, en þeir segja að hjá kindum stafi mun meiri losun gróðurhúsalofttegunda af ropa en vindgangi.

BBC segir frá því að um 16% af losun gróðurhúsalofttegunda í Ástralíu stafar af landbúnaði og þar af má rekja 66% til metangass úr iðrum búpenings að sögn yfirvalda þar í landi. 90% af gasinu sem kindur og nautgripir framleiði verði til í vömbinni, og losni út með ropum en það séu frekar hross sem sleppi gróðurhúsalofttegundum um iðrin.

Vísindamennirnir sem rannsakað hafa metanlosun kinda í New South Wales hafa komist að því að því meira sem kindur borða því meira ropa þær. En óháð þeirri fylgni þá virðist vera verulegur munur á milli einstaklinga í kindahjörðinni. Markmiðið til lengri tíma er því að rækta kindur sem framleiði minna metan.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Súper sól
Súper sól...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
Bílalyftur vökva-drifnar gæðalyftur
EAE Bílalyftur allar gerðir í boði, skoðið úrvalið á www,holt1.is og facebook...