Erfðafræði mígrenis opinberuð

Mígreni er hvimleiður kvilli og kvalafullur. Myndin er úr myndasafni.
Mígreni er hvimleiður kvilli og kvalafullur. Myndin er úr myndasafni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Vísindamenn tilkynntu í dag að þeir hefðu fundið fyrstu óyggjandi merkin um hvernig algengar tegundir mígrenis erfast. Vonast er til að þessi uppgötvun hjálpi við gerð nýrra lyfja gegn sjúkdóminum sem bæði er kvalafullur og kostnaðarsamur. 

Vísindamenn meira en 40 stofnana grandskoðuðu erfðaefni meira en 50 þúsund einstaklinga og báru saman þá sem voru illa haldnir af mígreni og hina sem voru heilbrigðir að þvi leyti. 

Þessi samanburður leiddi í ljós lítinn en afdrifaríkan hlujta DNA erfðaefnisins sem virðist auka áhættuna á að viðkomandi fái mígreni um fimmtung.

„Þetta er í fyrsta sinn sem við höfum getað grandskoðað erfðasamsetningu margra þúsunda manna og fundið erfðafræðilegar vísbendingar til að skilja algengt mígreni,“ sagði Aarno Palotie, sem stýrir samráðshópi um erfðafræði höfuðverkja (International Headache Genetics Consortium) við Wellcome Trust Sanger stofnunina í Bretlandi sem leiddi rannsóknina.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á erfðafræðileg tengsl fyrir svæsnar, en sem betur fer sjaldgæfar tegundir mígrenis. Þetta er í fyrsta sinn sem erfðafræðileg tengsl fyrir algengar tegundir sjúkdómsins finnast. 

Sá þáttur erfðaefnisins sem hér um ræðir er kalaður rs1835740. Hann er á litningi númer átta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina