iPhone 4 á markað í Kína

iPhone 4
iPhone 4 Reuters

Apple ætlar að hefja sölu á iPhone 4 snjallsímum í Kína á laugardag, sama dag og fyrirtækið opnar tvær nýjar verslanir þar í landi. Í tilkynningu frá Apple í dag kemur fram að nýju Apple-búðirnar verði í Peking og Sjanghaí.

Verður iPhone 4 til sölu í verslunum Apple í Kína og í China Unicom vöruhúsinu. Verður 16 gígabæta síminn seldur á 4.999 júan, 93.600 krónur. Sami sími kostar 199 dali í Bandaríkjunum, 23.300 krónur.

iPhone 4 síminn kom á markað í Bandaríkjunum, Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi og Japan í júní en hefur verið markaðssettur víðar frá þeim tíma. 

ATHUGASEMD sett inn klukkan 12:16 athugull lesandi benti á að í Bandaríkjunum væri um læsta síma að ræða, það er kaupandi bindur sig í áskrift hjá ákveðnu símafyrirtæki í einhvern tíma og fær þess vegna símann á lægra verði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert