Hrunið rakið til algríms

Reuters

Hrunið á Wall Street þann 6. maí sl., þegar Dow Jones vísitalan lækkaði um rúm 700 stig á nokkrum mínútum er rakið til  viðskipta upp á 4,1 milljarð dala. Um villu var að ræða í tölvukerfi viðkomandi miðlara sem setti inn sölutilboð á 75 þúsund hlutabréfum á tuttugu mínútum. Um var að ræða reikniskekkju í algrími tölvukerfis fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá eftirlitsaðilum með verðbréfaviðskiptum í Bandaríkjunum, Securities and Exchange Commission (SEC) og Commodity Futures Trading Commission (CFTC).

Þar sem viðskipti voru grunn þennan dag og mikil taugaveiklun á markaði líkt og undanfarin tvö ár þá fór allt af stað þegar sölutilboðunum rigndi inn í miðlarakerfið.

Á nokkrum mínútum lækkaði Dow Jones vísitalan um tæp 10% en lækkunin gekk til baka nánast strax þegar ljóst var að hrun var ekki í aðsigi heldur einungis vandi í tölvukerfi. 

Skýring Vísindavefjarins á algrími

mbl.is

Bloggað um fréttina

Flott föt, fyrir flottar konur
Vertu þú sjálf, vertu Bella Donna Fallegur og vandaður fatnaður, frá Hollandi, ...
Ukulele
...
Birkenstock
Teg. ARIZONA -brúnt birkoflor - stærðir 36-48 á kr. 8.950,- Teg. ARIZONA - beige...
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herb
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herbergja íbúð í 101. Mikil lofthæð, tvennar ...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...