Áfengi hættulegra en ólögleg fíkniefni

Áfengi er hættulegra en ólögleg fíkniefni, samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar.
Áfengi er hættulegra en ólögleg fíkniefni, samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar. mbl.is/Heiðar

Áfengi er hættulegra en ólögleg fíkniefni á borð við heróín og krakk, að því er kemur fram í niðurstöðum nýrrar breskrar rannsóknar, sem fjallað er um í læknablaðinu Lancet í dag.

Breskir sérfræðingar lögðu mat á ávanabindandi efni, þar á meðal áfengi, kókaín, heróín, e-töflur og maríjúana og röðuðu þeim eftir skaðlegum áhrifum, sem þau hafa á einstaklinga og samfélagið í heild.

Rannsóknin leiddi í ljós, að heróín, krakk og metamfetamín valda einstaklingum mestum skaða en þegar félagsleg áhrif eru tekin með í reikninginn eru áfengi, heróín og krakk banvænust. Heildarniðurstaðan var, að áfengi væri hættulegast en heróín og krakk koma í kjölfarið.  

Sérfræðingar segja, að ástæðan fyrir því að áfengi sé talið svo hættulegt er hve neysla þess er almenn og geti haft víðtækar afleiðingar, ekki aðeins fyrir þá sem neyta þess heldur einnig fjölskyldur þeirra.

Ofneysla áfengis skaðar nánast öll líffærakerfi. Þá veldur áfengi hærri dánartíðni og tengist mun fleiri glæpum en önnur lyf, þar á meðal heróín. Sérfræðingar segja þó, að hvorki sé raunhæft né æskilegt að banna áfengi.

„Við getum ekki snúið aftur til bannáranna," sagði Leslie King, einn höfunda skýrslunnar um rannsóknina. „Áfengi er of rótgróið í menningu okkar."

King sagði, að lönd ættu að einbeita sér að því að ná til þeirra sem eiga í erfiðleikum með neyslu sína en ekki þá sem neyta áfengis í hófi. Skoða eigi hvort ekki sé hægt að auka fræðslu um áfengi og hækka jafnframt áfengisverð. 

Bresk stofnun, Centre for Crime and Justice Studies, fjármagnaði rannsóknina.  Sérfræðingar segja, að niðurstöðurnar gætu haft áhrif á það hvernig fíkniefni eru flokkuð.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Mex ehf, ...
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
 
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...