Í flughermi um Ísland

Nýr aukapakki fyrir flugherminn  Microsoft Flight Simulator  sem ber nafnið Iceland X verður gefinn út á næstu dögum af þýska fyrirtækinu Aeorosoft.

Aukapakkinn Iceland X inniheldur fjölmarga flugvelli á Íslandi ásamt fullkomnum teikningum af íslenskum bæjum og höfnum sem og stórbrotnu landslagi. Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu Aerosoft.

Á vefnum YouTube er  myndskeið, sem sýnir flugferð í F-18 herþotu á ógnar hraða yfir Íslandi.

Séð úr flugherminum.
Séð úr flugherminum.
mbl.is