Þrír vísindastyrkir veittir við LSH

Frá veitingu styrkjanna í gær
Frá veitingu styrkjanna í gær

Þremur rannsóknarhópum á Landspítala voru veittir hvatningarstyrkir úr Vísindasjóði LSH í gær.  Hver styrkur nemur þremur milljónum króna. 

 Þetta er í fyrsta skipti sem slíkir styrkir eru veittir og er markmiðið að styrkja rannsóknir sterkra rannsóknarhópa á Landspítala sem þegar hafa öðlast alþjóðlega viðurkenningu, meðal annars með birtingu vísindagreina í alþjóðlegum vísindaritum og öflunar stórra styrkja, segir í tilkynningu.  

Eftirtaldir tóku við styrkjunum fyrir hönd sinna rannsóknarhópa:

Einar Stefánsson, yfirlæknir og prófessor augndeild, skurðlækningasvið.

Verkefni:  Súrefnisbúskapur í aldursbundinni hrörnun í augnbotnum

Rósa Björk Barkardóttir, yfirlíffræðingur/forstöðumaður, klínískur prófessor
rannsóknarstofa LSH í meinafræði.

Verkefni:  Genaleit í ættlægu brjóstakrabbameini með háhraða raðgreiningu

 Þórarinn Gíslason, yfirlæknir og prófessor lungnadeild, lyflækningasvið.

Verkefni: Evrópukönnunin: Lungu og heilsa – 20 ára eftirfylgd.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert