Segir Google+ ekki hafa neina notendur

Facebook samskiptavefurinn á skjánum.
Facebook samskiptavefurinn á skjánum. Reuters

Háttsettur starfsmaður netfyrirtækisins Facebook segir að nýja samskiptavefinn Google+, sem settur var á laggirnar í sumar af samkeppnisaðilanum Google, skorti notendur, hann sé ófrumlegur og höfði ekki til framleiðenda hugbúnaðar.

Sean Ryan hjá Facebook bendir á að fyrirtækið taki 30% af tekjum af öllum leikjum sem spilaðir eru í gegnum Facebook-samskiptavefinn á meðan Google taki aðeins 5% af tekjum af leikjum í gegnum Google+. „Google tekur aðeins 5% af því að þeir hafa enga notendur,“ er haft eftir Ryan á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.

Bent er á í fréttinni að Google+ hafi nú um 25 milljónir notendur eftir að hafa verið í gangi í tæpa tvo mánuði. Það hafi hins vegar tekið Facebook tíu mánuði árið 2004 að ná einni milljón notenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert