Þarf að grandskoða fiseindir

Vísindamenn CERN sem kynntu þá niðurstöðu sína að tiltekin fiseind virtist hafa ferðast hraðar en ljósið - uppgötvun sem ef rétt reynist getur breytt skilningi mannsins á tíma og rúmi -  segjast hafa reynt að finna ótal skýringar á niðurstöðum sínum. Þeir hafi jafnvel viljað finna mistök, smávægileg mistök, flókin mistök. Þau hafi ekki fundist.

Vísindamennirnir mældu þann tíma sem það tók fiseindir að ferðast 730 kílómetra frá Genf í Sviss til rannsóknarstofu á Ítalíu og komust sér til mikillar undrunar að því að þær voru um milljarði úr sekúndu fljótari en ljósið. En á meðan eðlisfræðingar hafa glímt við leyndardóma alheimsins hefur ávallt ein regla verið óbrjótanleg og staðist tímans tönn. Sú kenning Einsteins að ekkert ferðaðist hraðar en ljósið.

Antonio Ereditato einn höfundur skýrslunnar um Opera-verkefnið en svo heitir tilraunin, sagði mikilvægt að kynna niðurstöðurnar af varúð í ljósi þess hve gríðarleg áhrif niðurstöðurnar geti haft á eðlisfræðina. Því væri nauðsynlegt að vísindasamfélagið færi vel yfir niðurstöðurnar til ákvarða hvort einhvers staðar hefðu orðið mistök við rannsóknirnar.

Vísindamaðurinn og fiseindaeðlisfræðingurinn Dario Autiero segir fiseindir geta farið í gegnum efni, þar með mannslíkamann. Þær séu algengustu agnir í heiminum og eigi upptök sín í sólinni og geislavirku niðurbroti.

Sjá einnig frekari umfjöllun á vef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina