Kínverjar rækta ofurhrísgrjón

Kínverjar hafa sett nýtt heimsmet í ræktun á hrísgrjónum. Með kynbótum hefur þeim tekist að rækta ofurhrísgrjón sem gáfu af sér 13,9 tonn á hektara, en meðaluppskera á hrísgrjónum er 6,3 tonn á hektara.

Það er Yuan Longping sem á heiðurinn af þessi nýja afbrigði, en hann hefur stundað kynbætur á hrísgrjónum í nærri 40 ár. Hann er þekktur í Kína sem faðir kynbættra hrísgrjóna. Hann segir að hægt sé að ná enn betri árangri með kynbótum á hrísgrjónum. Það eigi að vera hægt að fá 15 tonn á hektara með frekari rannsóknum á þessu sviði.

Hrísgrjón er grunnfæða í Kína, en um 60% af allri fæðu sem Kínverjar neyta eru hrísgrjón. Um helmingur alls þess sem mannkynið borðar er hrísgrjón. Kínverjar eru mestu hrísgrjónaræktendur í heimi, en hrísgrjón eru ræktuð á 29 milljónum hektara í Kína.

Þetta nýja afbrigði af hrísgrjónum er ræktað með erfðabreytingum. Ræktun á erfðabreyttum matvælum er umdeild, en sumir óttast að neysla þeirra geti haft langtímaáhrif á manninn. Vísindamönnum hefur þó ekki tekist að sýna fram á slíkt þrátt fyrir miklar rannsóknir.

Kínverjar benda á að með því að auka uppskeru sé hægt að spara bæði vatn og áburð. Til að rækt sambærilegt magn af hrísgrjónum þyrfti að nota meiri áburð og vatn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert