Sveigjanlegi snjallsíminn

Nokia og Samsung keppa um hylli neytenda með sveigjanlegum snjallsímum sem gætu verið væntanlegir á markað á næstu árum. Hugmyndin að slíkum snjallsímum er hluti af framtíðarsýn fyrirtækjanna sem sjá fyrir sér að notendur geti fengið í hendurnar síma sem þeir stjórna með því einu að sveigja þá og beygja til bæði lárétt og lóðrétt.

Eftir að Nokia tilkynnti áform sín um sveigjanlega snjallsímann sem neytendur gætu nálgast þegar þeir heimsæktu Nokia World 2021 kom yfirlýsing frá Samsung um að fyrirtækið hefði í hyggju að setja slíkan síma á markað 2012.

Hvort sem sveigjanlegi snjallsíminn kemur á markað á næsta ári eða síðar er víst að baráttan um hylli neytenda mun taka stóran sveig með sveigjanlegu snjallsímunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert