Fella bann á Monsanto úr gildi

Frönsk stjórnvöld máttu ekki banna erfðabreytt útsæði Monsanto. Myndin tengist ...
Frönsk stjórnvöld máttu ekki banna erfðabreytt útsæði Monsanto. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Reuters

Franskur stjórnskipunardómstóll hefur fellt úr gildi ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að banna frönskum bændum að sá erfðabreyttu útsæði bandaríska landbúnaðarrisans Monsanto.

Það var franska landbúnaðarráðuneytið sem setti bannið á í febrúar árið 2008 af ótta við öryggi almennings. Strax í kjölfarið setti Evrópudómstóllinn fram efasemdir um lögmæti ákvörðunarinnar. Hefur hún nú verið felld úr gildi á þeim forsendum að ríkisstjórnin hafi ekki sannað með fullnægjandi hætti að útsæði Monsanto hafi „sérstaklega miklu hættu í för með sér fyrir heilsu manna eða umhverfið“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Nudd fyrir vellíðan og slökun
LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG MEÐ AFSLAPPANDI NUDDI. HEIT OLIA OG STEINAR. Allir með ...
Útsala!!! Kommóða ofl.
Til sölu kommóða 3 skúffú,ljós viðarlit..lítur mjög vel út.. Verð kr 2000. Einn...
TIL LEIGU VIÐ ÁRMÚLA
TIL LEIGU ÁRMÚLI gott 125 m2 iðnaðar-húsnæði við Ármúla, fín lofthæð, rúmgóð mal...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...