Verður iPad 3 kynnt í næstu viku?

Apple iPad.
Apple iPad. Reuters

Búist er við að iPad 3-spjaldtölvan verði kynnt í næstu viku, hinn 7. mars, en þá hefur Apple blásið til blaðamannafundar. Í boðskorti, sem blaðamenn fengu sent, stendur: „Við erum með nokkuð sem þú verður að sjá og snerta.“

Þetta var ekki nánar útskýrt, en boðinu fylgdi mynd af því sem virðist vera snertiskjár iPad-spjaldtölvu. Fyrstu iPad-tölvurnar komu á markað árið 2010 og síðan þá hafa meira en 50 milljónir tölva selst um víða veröld. Ekki liggur fyrir hvenær nýjasta útgáfan verður fáanleg, en þegar iPad 2 var kynnt í fyrra var hún komin í almenna sölu níu dögum síðar.

Apple ber enn höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur á spjaldtölvumarkaði, en spjaldtölvur með Android-stýrikerfi Google sækja stöðugt á.

Apple og Samsung, einn helsti keppinauturinn, hafa deilt um einkarétt á hugbúnaði og  búist er við því að spjaldtölvur með Windows 8-stýrikerfi Microsoft komi á markað síðar á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert