Börnum með einhverfu fjölgar

Börnum með einhverfu hefur fjölgað um 23% í Bandaríkjunum frá …
Börnum með einhverfu hefur fjölgað um 23% í Bandaríkjunum frá árinu 2009. Myndin er af íslenskum börnum að leik. Árni Sæberg

Börnum sem greinist með einhverfu í Bandaríkjunum hefur fjölgað um 23% frá árinu 2009, en 1 af hverjum 88 börnum eru greind einhverf þar í landi samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum frá því í dag.

Fyrri rannsóknarniðurstöður bentu til að um væri að ræða 1 af hverjum 110 börnum.

Hluta ástæðna fyrir þessu má rekja til þess að greiningar á einhverfu hafi batnað á meðal barna undir þriggja ára aldri. En þó er ekki hægt að útskýra þessa miklu breytingu eingöngu á því eftir því sem sérfræðingar segja.

„Til að skilja þessi mál betur, þurfum við að hraða rannsóknum á áhættuþáttum sem valda einhverfu,“ sagði Coleen Boyle, forstjóri Miðstöðvar fyrir sjúkdómavarnir og Stofnunar fæðingargalla og þroskahömlunar, í dag.

Mun fleiri drengir greinast en stúlkur

Nýjustu fréttir herma að einhverfa sé næstum því fimm sinnum algengari hjá drengjum en stúlkum, en 1 af 54 drengjum greinast með einhverfu.

Áður hafði verið talið að hlutfall einhverfu væri fjórir drengir á móti einni stúlku.

Afbrigði einhverfu eru mörg og má meðal annars lesa um einkennin á vef Umsjónarfélags einhverfra hér. Orsakir einhverfu eru mönnum enn ráðgáta.

Rannsóknarniðurstöðurnar sem birtust í dag voru frá rannsóknum sem gerðar voru á 14 mismunandi stöðum í Bandaríkjunum.

Niðurstöðurnar eru mjög mismunandi eftir fylkjum í Bandaríkjunum, þannig greinist 1 af 210 börnum í Alabama, sem er í suðausturhluta Bandaríkjanna, en 1 af 47 börnum í Utah.

Mest hefur fjölgun á greiningum orðið hjá börnum af Rómönsk-Amerískum uppruna og á meðal blökkubarna.

Greiningum hefur fjölgað meðal barna yngri en þriggja ára

Greiningum undir þriggja ára aldri hefur fjölgað mikið, en ennþá er yfir 40% barna sem ekki hljóta greiningu fyrr en eftir fjögurra ára aldur.

„Eitt að því sem gögnin segja með nokkurri vissu er að það eru mjög mörg börn og fjölskyldur sem þurfa hjálp, sagði Thomas Frieden, framkvæmdastjóri samtaka aðstandandenda þeirra sem þjást af einhverfu, í yfirlýsingu.

„Við þurfum að halda áfram að rannsaka einhverfu vegna þess að samfélög heimsins þurfa meiri upplýsingar til þess að geta leitt framfarir í þjónustu við börn,“ sagði Frieden.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert