Menn stálu loðfíl frá ljónum

Loðfíll á sýningu í Þýsklalandi.
Loðfíll á sýningu í Þýsklalandi. AP

Vísindamenn sem rannsakað hafa hræ af loðfíl sem fannst í Síberíu telja margt benda til að menn hafi stolið loðfílnum frá ljónum eftir að ljónin drápu hann.

Loðfíllinn hefur verið kallaður Yuka, en vísindamenn hafa rannsakað hann ítarlega með von um að geta dregið ályktanir um líf þessara skepna sem dóu út fyrir um 3.700 árum. Loðfílar lifðu í Síberíu og um norðanverða Evrópu. Þessi dýr voru með þykkt fitulag og voru loðnir. Þeir þoldu því vel kulda. Bein þessara fíla gátu orðið allt að 5 metra löng.

Yuka er mjög heillegur, en sár sem eru á dýrinu benda til að bæði ljón og menn hafi tengst dauða þess. Daniel Fisher, prófessor við háskólann í Michigan, segir flest benda til að ljón hafi grandað Yuka, en jafnframt bendi margt til þess að menn hafi síðan náð valdi á dýrinu.

Heimildarmynd um örlög Yuka verður sýnd á BBC.

Frétt BBC

mbl.is