Ofurtölva á Íslandi

Stofnanir sem hafa yfirumsjón með háhraðatölvum til vísindarannsókna í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Íslandi hafa í sameiningu fjárfest og gangsett háhraðatölvu á Íslandi. Er tölva norrænu vísindastofnana til húsa í gagnaverinu Advania Thor Data Center í Hafnarfirði.

Háhraðatölvan er hluti af tilraunaverkefni sem hefur það að markmiði að prófa hýsingu, þannig að tölvan sé nálægt orkulindunum en ekki öfugt, eins og venjan er, og ná þannig fram umtalsverðum sparnaði, segir í tilkynningu.

Önnur markmið verkefnisins eru að kanna pólitískar, skipulagslegar og tæknilegar hliðar á sameiginlegu eignarhaldi, umsjón og rekstri svo dýrs og mikilvægs rannsóknainnviðar.

„Rekstrarkostnaður ofurtölva er í vaxandi mæli aukin byrði fyrir vísindamenn og háskóla vegna þess hversu orkufrekar þær eru. Ísland er kjörin staðsetning fyrir slíkar tölvur vegna náttúrulegra orkulinda sem geta veitt aðgang að orku á lágu verði og hagkvæmri kælingu,“ segir í tilkynningu.

Háhraðatölvur gera vísindamönnum kleift að framkvæma öflugar hermanir og smíða líkön, sem eru í auknum mæli forsendur rannsókna og nýsköpunar, sem er undirstaða þekkingardrifins hagkerfis. Norðurlöndin eyða milljónum evra hvert ár í ofurtölvur og orkunotkun þeirra, samkvæmt tilkynningu.'

Sjá nánar hér

mbl.is
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
 
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Söngsamkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnu...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...