Einstein hafði rétt fyrir sér

AP

Vísindamenn, sem tilkynntu í september sl. að fiseindir gætu e.t.v. ferðast hraðar en ljósið, viðurkenndu í gær að sú niðurstaða væri röng.

Niðurstaðan vakti mikla athygli á sínum tíma vegna þess að ef hún væri rétt myndi hún kollvarpa afstæðiskenningu Alberts Einsteins. Samkvæmt henni getur enginn hlutur farið hraðar en ljósið.

Vísindamenn gerðu fleiri tilraunir og segjast nú vera fullvissir um að niðurstaðan sé röng – og afstæðiskenning Einsteins rétt. Þeir kenndu ófullkomnum tækjum um.

Tilraunin fór fram í 732 km langri braut milli CERN, Evrópsku rannsóknamiðstöðvarinnar í öreindafræði í Genf og rannsóknastöðvar á Ítalíu. „Þótt lokaniðurstaðan sé ekki eins spennandi og sumir vildu er þetta það sem við bjuggumst öll við innst inni,“ sagði Sergio Bertolucci, sem stjórnaði rannsókninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert